Íslandsmeistararnir unnu á Selfossi

Steinunn Björnsdóttir setti þrju mörk í liði Fram í dag. …
Steinunn Björnsdóttir setti þrju mörk í liði Fram í dag. Hér sækir hún að marki Hauka fyrr á tímabilinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmeistarar Fram unnu þriggja marka sigur á Selfossi í Olísdeild kvenna í handknattleik á Selfossi í dag. 

Framkonur komust yfir snemma leiks og fóru til búningsklefa fjórum mörkum yfir, 18:14. Framliðið hélt í forystu sína í síðari hálfleiknum og endaði á því að vinna 30:27 útisigur. 

Roberta Ivanauskaité og Katla María Magnúsdóttir skoruðu samtals 20 mörk í liði Selfyssinga, Ivanauskaité með 11 og Katla 9, en það dugði ekki til. Madeleine Lindholm var markahæst í liði Fram með sex mörk.

Þessi úrslit þýða það að Fram kemur sér fyrir ofan ÍBV með sex stig eftir fimm leiki. Selfoss er í sjöunda sæti með tvö stig. 

Mörk Selfoss: Roberta Ivanauskaité - 11. Katla María Magnúsdóttir - 9. Tinna Soffía Traustadóttir - 3. Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Rakel Guðjónsdóttir - 2. 

Varin skot: Cornelia Hermannsson - 13. 

Mörk Fram: Madeleine Lindholm - 6. Perla Ruth Albertsdóttir og Tinna Valgerður Gísladóttir - 5. Þórey Rósa Stefánsdóttir - 3. Harpa María Friðgeirsdóttir, Kristrún Steinþórsdóttir og Tamara Jovicevic - 2. Erna Guðlaug Gunnarsdóttir - 1. 

Varin skot: Hafdís Renötudóttir - 11. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka