Þessir ungu og uppöldu sýna heimsklassa frammistöðu

Valsmenn fagna sigrinum magnaða í gær.
Valsmenn fagna sigrinum magnaða í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er ákaf­lega stolt­ur af því að vera Vals­ari í dag,“ sagði Al­ex­and­er Örn Júlí­us­son, fyr­irliði Vals, í sam­tali við mbl.is eft­ir 43:39-sig­ur liðsins á Ferencváros frá Ung­verjalandi í B-riðli Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í gær­kvöldi.

„Ég er stolt­ur af frammistöðunni og liðinu. Það er ótrú­lega ljúft og gott að byrja þessa keppni á sigri, sér­stak­lega á heima­velli. Við sýnd­um að við erum komn­ir hingað til að berj­ast, vinna leiki og láta fyr­ir okk­ur finna,“ sagði Al­ex­and­er.

Eins og loka­töl­urn­ar gefa til kynna var hraðinn í leikn­um mik­ill, enda 82 mörk skoruð. „Þetta er ábyggi­lega hraðasti leik­ur sem ég hef spilað og það er ljóst að það er ekki varn­ar­leik­ur­inn sem skóp sig­ur­inn. Bæði lið áttu í vand­ræðum í vörn­inni og það skóp sig­ur­inn að skora 43 mörk.“

Ung­ir leik­menn Vals stálu sen­unni í gær. Bene­dikt Gunn­ar Óskars­son, Arn­ór Snær Óskars­son, Þorgils Jón Svölu Bald­urs­son og Sti­ven Tob­ar Valencia áttu all­ir afar góðan leik.

„Það er í raun­inni ekk­ert nýtt leng­ur að þess­ir ungu og upp­öldu strák­ar sýni heimsklassa frammistöðu. Það er löngu ljóst að þetta eru gríðarlega góðir hand­bolta­menn sem eiga framtíðina fyr­ir sér. Þetta er frá­bært tæki­færi fyr­ir þá að spila á stóra sviðinu, sýna sig og sanna. Von­andi sér þá ein­hver og tek­ur þá í at­vinnu­mennsku.“

Val­ur mæt­ir Benidorm á úti­velli í næsta leik í keppn­inni og Al­ex­and­er vill ekki horfa lengra en á næsta leik. „Við tök­um einn leik í einu. Það er nokkuð ljóst að við erum ekki sig­ur­strang­legri í nein­um leik. Það þýðir ekk­ert að horfa fram í tím­ann. Næst er leik­ur við Benidorm og við ein­beit­um okk­ur að þeim leik,“ sagði Al­ex­and­er.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert