„Ég er ákaflega stoltur af því að vera Valsari í dag,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, í samtali við mbl.is eftir 43:39-sigur liðsins á Ferencváros frá Ungverjalandi í B-riðli Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.
„Ég er stoltur af frammistöðunni og liðinu. Það er ótrúlega ljúft og gott að byrja þessa keppni á sigri, sérstaklega á heimavelli. Við sýndum að við erum komnir hingað til að berjast, vinna leiki og láta fyrir okkur finna,“ sagði Alexander.
Eins og lokatölurnar gefa til kynna var hraðinn í leiknum mikill, enda 82 mörk skoruð. „Þetta er ábyggilega hraðasti leikur sem ég hef spilað og það er ljóst að það er ekki varnarleikurinn sem skóp sigurinn. Bæði lið áttu í vandræðum í vörninni og það skóp sigurinn að skora 43 mörk.“
Ungir leikmenn Vals stálu senunni í gær. Benedikt Gunnar Óskarsson, Arnór Snær Óskarsson, Þorgils Jón Svölu Baldursson og Stiven Tobar Valencia áttu allir afar góðan leik.
„Það er í rauninni ekkert nýtt lengur að þessir ungu og uppöldu strákar sýni heimsklassa frammistöðu. Það er löngu ljóst að þetta eru gríðarlega góðir handboltamenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá að spila á stóra sviðinu, sýna sig og sanna. Vonandi sér þá einhver og tekur þá í atvinnumennsku.“
Valur mætir Benidorm á útivelli í næsta leik í keppninni og Alexander vill ekki horfa lengra en á næsta leik. „Við tökum einn leik í einu. Það er nokkuð ljóst að við erum ekki sigurstranglegri í neinum leik. Það þýðir ekkert að horfa fram í tímann. Næst er leikur við Benidorm og við einbeitum okkur að þeim leik,“ sagði Alexander.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 3 | 3 | 0 | 0 | 96:76 | 20 | 6 |
2 | Bosnía | 2 | 1 | 0 | 1 | 49:54 | -5 | 2 |
3 | Grikkland | 3 | 1 | 0 | 2 | 74:83 | -9 | 2 |
4 | Georgía | 2 | 0 | 0 | 2 | 51:57 | -6 | 0 |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
13.03 14:00 | Georgía | : | Bosnía |
15.03 17:00 | Ísland | : | Grikkland |
15.03 17:00 | Bosnía | : | Georgía |
07.05 17:00 | Bosnía | : | Ísland |
07.05 17:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 17:00 | Ísland | : | Georgía |
11.05 17:00 | Grikkland | : | Bosnía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 3 | 3 | 0 | 0 | 96:76 | 20 | 6 |
2 | Bosnía | 2 | 1 | 0 | 1 | 49:54 | -5 | 2 |
3 | Grikkland | 3 | 1 | 0 | 2 | 74:83 | -9 | 2 |
4 | Georgía | 2 | 0 | 0 | 2 | 51:57 | -6 | 0 |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
13.03 14:00 | Georgía | : | Bosnía |
15.03 17:00 | Ísland | : | Grikkland |
15.03 17:00 | Bosnía | : | Georgía |
07.05 17:00 | Bosnía | : | Ísland |
07.05 17:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 17:00 | Ísland | : | Georgía |
11.05 17:00 | Grikkland | : | Bosnía |