Sjáðu frábæra markvörslu Viktors Gísla

Viktor Gísli Hallgrímsson
Viktor Gísli Hallgrímsson Ljósmynd/Szilvia Micheller

Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, landsliðsmarkvörður, sýndi stórkostleg tilþrif í marki franska liðsins Nantes þegar liðið vann stórsigur á þýska liðinu Kiel í B-riðli Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í hand­knatt­leik karla í gær.

Í stöðunni 15:12 í fyrri hálfleik reyndi hinn þaulreyndi línumaður Kiel, Patrick Wiencek, að vippa boltanum yfir Viktor og tókst það í raun en íslenski landsliðsmarkvörðurinn var fljótur að bregðast við og náði á magnaðan hátt að blaka boltanum frá. 

Vikt­or Gísli stóð í marki Nantes nær all­an leik­inn og varði 15 skot­. Hann var með tæplega 35% markvörslu í leiknum.

Nan­tes komst upp í upp í annað sæti riðilsins með sigrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert