Aldís með gegn Ísrael í dag

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með KA/Þór á síðasta tímabili.
Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með KA/Þór á síðasta tímabili. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Aldís Ásta Heimisdóttir kemur inn í íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fyrir leikinn gegn Ísrael í dag í forkeppni heimsmeistaramótsins.

Aldís var ekki með í sigurleiknum í gær, 34:26, vegna smávægilegra meiðsla en er klár í dag og kemur í stað Jóhönnu Margrétar Sigurðardóttur.

Aldís gekk til liðs við Skara í sænsku úrvalsdeildinni frá KA/Þór í sumar og hún leikur sinn sjöunda landsleik í dag.

Viðureign þjóðanna hefst klukkan 15 og er ókeypis aðgangur á Ásvöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert