Eyjamenn unnu 25 marka sigur

Arnór Viðarsson sækir að marki Donbas í leiknum í dag.
Arnór Viðarsson sækir að marki Donbas í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn eru komnir í þriðju umferð Evrópubikars karla í handknattleik eftir yfirburðasigur gegn Donbas frá Úkraínu í seinni leik liðanna í Vestmannaeyjum í dag, 45:20.

ÍBV vann fyrri leikinn í Eyjum í gær, 36:28, eftir nokkurt jafnræði í fyrri hálfleiknum en Úkraínumennirnir voru fljótir að gefa upp alla von um að þeim tækist að vinna þann mun upp í leiknum í dag.

Yfirburðir Eyjamanna voru ótrúlegir en eftir að Donbas skoraði fyrsta mark leiksins var staðan orðin 15:2 fyrir ÍBV eftir 20 mínútna leik. Í hálfleik munaði fjórtán mörkum, 22:8.

Seinni hálfleikur hélt áfram á sömu nótum. ÍBV skoraði sex fyrstu mörkin og var komið í 28:8 eftir átta mínútna leik. Um miðjan hálfleikinn stóð 35:13 og skömmu síðar 39:14. Sá munur skildi liðin að í leikslok eftir að þau skoruðu sex mörk hvort á lokakaflanum.

Mörk ÍBV: Svanur  Páll Vilhjálmsson 6, Gabríel Martínez Róbertsson 6, Arnór Viðarsson 6, Sveinn Jose Rivera 6, Breki Þór Óðinsson 4, Elmar Erlingsson 4, Dánjal Ragnarsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 3, Rúnar Kárason 2, Dagur Arnarsso n2, Janus Dam Djurhuus 2, Kári Kristján Kristjánsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert