Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum

Lena Margrét Valdimarsdóttir sækir að Hafnfirðingum í kvöld.
Lena Margrét Valdimarsdóttir sækir að Hafnfirðingum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar þegar liðið tók á móti Haukum í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í TM-höllinni í Garðabæ í 6. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með fimm marka sigri Garðbæinga, 36:31, en Lena Margrét skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 16:12, Stjörnunni í vil, í hálfleik. Garðbæingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti, náðu mest tólf marka forskoti og fönguðu öruggum sigri í leikslok.

Darija Zecevic varði átta skot í marki Garðbæinga og var með 38% markvörslu en Natasja Hammer og Berglind Benediktsdóttir voru markahæstar hjá Haukum með sex mörk hvor.

Stjarnan er með 10 stig í öðru sæti deildarinnar en Haukar eru í því sjötta með 2 stig.

Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 7, Stefanía Theodórsdóttir 6, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Anna Lára Davíðsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1, Birta María Sigmundsdóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1.

Varin skot: Darija Zevevic 9, Eva Dís Sigurðardóttir 2.

Mörk Hauka: Natasja Hammer 6, Berglind Benediktsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Ena Car 1.

Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert