Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, átti stórleik fyrir Nantes þegar liðið vann góðan 34:29-sigur á Créteil í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í kvöld.
Viktor Gísli varði 15 af þeim 34 skotum sem hann fékk á sig í leiknum, sem er rúmlega 44 prósent markvarsla.
Nantes verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit franska bikarsins.