Helsingborg vann öruggan 30:23-sigur á Skövde þegar liðin áttust við í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í kvöld.
Ásgeir Snær Vignisson skoraði tvö mörk fyrir Helsingborg.
Þá skoraði Bjarni Ófeigur Valdimarsson fimm mörk fyrir Skövde.
Sigurinn var kærkominn fyrir Helsingborg þar sem liðið er í harðri fallbaráttu og fór upp í 12. sæti af 14 liðum.
Helsingborg er nú með níu stig, einu stigi frá öruggu sæti. Skövde er áfram í 6. sæti með 13 stig.