KA/Þór vann mikilvægan sigur á Stjörnunni og Haukar sömuleiðis mikilvægan sigur á Selfossi í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. ÍBV vann þá öruggan sigur á HK.
KA/Þór hafði ekki gengið vel á tímabilinu fyrir leikinn á Akureyri í dag á meðan Stjörnunni hefur gengið vel og og er í öðru sæti deildarinnar.
Norðankonur reyndust sterkari og unnu að lokum 21:18-sigur, þar sem Matea Lonac átti stórleik í marki KA/Þórs er hún varði 14 skot og var með tæplega 44 prósent markvörslu.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir var markahæst í leiknum með sjö mörk fyrir KA/Þór og Unnur Ómarsdóttir bætti við fimm mörkum.
Markahæstar hjá Stjörnunni voru Elísabet Gunnarsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir, báðar með fimm mörk.
KA/Þór er áfram í 6. sæti deildarinnar, nú með 6 stig, en Stjarnan heldur kyrru fyrir í 2. sæti með 14 stig.
Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 7, Unnur Ómarsdóttir 5, Nathalia Soares 4, Júlía Björnsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 14.
Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 5, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Britney Cots 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 7.
Haukar gerðu þá frábæra ferð til Selfoss og unnu heimakonur 36:33 eftir að hafa siglt fram úr í síðari hálfleik.
Elín Klara Þorkelsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir voru markahæstar hjá Haukum, báðar með átta mörk.
Margrét Einarsdóttir varði þá 11 skot í marki Hauka.
Langmarkahæst í leiknum var Robert Stropé með 12 mörk fyrir Selfoss og þar á eftir kom Katla María Magnúsdóttir með sjö mörk.
Áslaug Ýr Bragadóttir varði 11 skot í marki heimakvenna.
Haukar eru í 5. sæti með 8 stig en Selfoss er áfram í 7. sæti, sem er fallsæti, með 4 stig.
Mörk Selfoss: Roberta Stropé 12, Katla María Magnúsdóttir 7, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 11, Cornelia Hermansson 2.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Ragnheiður Ragnarsdóttir 8, Ena Car 7, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Natasja Hammer 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 11, Elísa Helga Sigurðardóttir 1.
ÍBV fékk botnlið HK í heimsókn til Vestmannaeyja og vann feikilega öruggan 31:20-sigur.
Markahæstar í liði ÍBV voru Harpa Valey Gylfadóttir og Bríet Ómarsdóttir, báðar með sex mörk.
Markahæst hjá HK var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir með fimm mörk.
ÍBV er áfram í 3. sæti deildarinnar en nú með 14 stig, jafnmörg og Stjarnan í 2. sæti.
HK er þá sem fyrr á botninum með aðeins 2 stig.
Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 6, Bríet Ómarsdóttir 6, Ólöf María Stefánsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 3, Elísa Elíasdóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Ingibjörg Olsen 1.
Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 4, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Alfa Brá Hagalín 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.