Sveinn kominn í undanúrslit

Sveinn Jóhannsson, lengst til hægri, á æfingu með íslenska landsliðinu.
Sveinn Jóhannsson, lengst til hægri, á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skjern hafði betur gegn Mors, 28:21, á heimavelli í átta liða úrslitum danska bikarsins í handbolta í kvöld.

Sveinn Jóhannsson leikur með Skjern, en hann skoraði ekki að þessu sinni. Spilar leikmaðurinn stóri og stæðilegi fyrst og fremst vörn með Skjern.

Bjerringbro/Silkeborg hafði áður tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þeim lýkur á morgun með leikjum Ribe-Esbjerg og Skanderborg annars vegar og GOG og Aalborg hins vegar.

Elvar Ásgeirsson, Arnar Birkir Hálfdánsson og Ágúst Elí Björgvinsson leika allir með Ribe-Esbjerg. Aron Pálmarsson leikur með Aalborg og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert