Stórkostlegt og þvílíkur heiður

Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2022.
Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2022. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þetta er stór­kost­legt og því­lík­ur heiður,“ sagði hand­boltamaður­inn Ómar Ingi Magnús­son í sam­tali við mbl.is, nokkr­um mín­út­um eft­ir að hann fékk viður­kenn­ingu fyr­ir að vera kjör­inn íþróttamaður árs­ins, annað árið í röð.

„Þetta er aðeins öðru­vísi í ár og ég átti al­veg von á þessu, eða ég vissi alla­vega að þetta gat gerst. Ég er samt stolt­ur og ánægður,“ bætti Ómar við.

Hann varð marka­hæst­ur allra á EM í Ung­verjalandi og Slóvakíu í janú­ar og var í lyk­il­hlut­verki hjá Mag­deburg, sem varð þýsk­ur meist­ari og heims­meist­ari fé­lagsliða. Hann var m.a. val­inn besti leikmaður þýsku 1. deild­ar­inn­ar.

„Það eru nokkr­ir hlut­ir sem standa upp úr á þessu ári. Mér fannst janú­ar gefa mikið þegar kem­ur að alls kon­ar framtíðar­hugs­un­um með landsliðinu. Það gaf okk­ur í landsliðinu orku og hjálpaði okk­ur að átta okk­ur á því hvað við get­um. Þess­ir tveir titl­ar með Mag­deburg voru svo ánægju­leg­ir og þá sér­stak­lega deild­ar­titil­inn,“ sagði Sel­fyss­ing­ur­inn.

Ómar Ingi Magnússon er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Ómar Ingi Magnús­son er lyk­ilmaður í ís­lenska landsliðinu. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Hann er enn þá aðeins 25 ára og ætl­ar sér enn lengra. „Ég er bara 25 ára og það er nóg eft­ir, ég tel mig eiga mitt besta eft­ir. Ég stefni að því að bæta mig á hverju ári og hverj­um degi í raun­inni.“

Ómar viður­kenn­ir að hug­ur­inn sé kom­inn á HM, sem fer fram í upp­hafi næsta árs. Hann finn­ur fyr­ir meiri vænt­ing­um frá ís­lensku þjóðinni en áður.

„Klár­lega. Maður er bú­inn að vera með þetta í hausn­um allt árið og á bakvið eyrað hvernig þetta verður í janú­ar. Við för­um vel yfir hvað þarf að var­ast og hvað við þurf­um að gera vel. Þetta kem­ur alltaf inn á milli í haus­inn á manni.

Maður finn­ur alltaf fyr­ir meiri áhuga og von­um. Það er ljóm­andi gott. Við vilj­um hafa það þannig og við vilj­um standa und­ir því. Við setj­um pressu á okk­ur sjálfa, hver og einn, og sú pressa er meiri en sú sem aðrir setja á okk­ur. Það er öðru­vísi að fara í þetta mót. Það var meiri óvissa í fyrra. Við sjá­um hvað skeður og hvað við get­um, ef vel geng­ur,“ sagði Ómar Ingi.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert