Hætt við félagaskipti Lovísu

Lovísa Thompson leikur ekki með Tertnes, eins og til stóð.
Lovísa Thompson leikur ekki með Tertnes, eins og til stóð. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleikskonan Lovísa Thompson mun ekki leika með norska úrvalsdeildarliðinu Tertnes út þetta tímabil, eins og til stóð.

Félagið tilkynnti um komu Lovísu í desember, að láni frá Val, en vegna meiðsla var samningi hennar við félagið rift. Handbolti.is skýrði frá þessu.

Landsliðskonan íslenska samdi við Ringkøbing í Danmörku á miðju síðasta ári en yfirgaf félagið eftir tæpt hálft ár í herbúðum þess.

Hún er enn samningsbundin Val og væntanlega með leikheimild hjá Hlíðarendafélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka