Vandræði HK halda áfram

Katla María Magnúsdóttir skoraði átta mörk fyrir Selfoss í dag.
Katla María Magnúsdóttir skoraði átta mörk fyrir Selfoss í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Selfoss lagði HK í Kórnum í Kópavogi í úrvalsdeild kvenna í handbolta, 31:18 í dag.

Selfyssingar voru mikið sterkari í leiknum og leiddu með 10 mörkum, 18:8, í hálfleik. Svo fór að lokum að Selfoss fór með öruggan 13 marka sigur, 31:18.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst í liði gestanna með 8 mörk en Embla Steindórsdóttir gerði 6 mörk fyrir HK.

Staða liðanna breytist ekkert við þessa niðurstöðu. Selfoss situr í 7. og næstsíðasta sætinu með 6 stig og HK er í því síðasta með 2 stig.

Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 6, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 1, Alfa Brá Hagalín 1, Leandra Náttsól Salvamoser 1.

Var­in Skot: Ethel Gyða Bjarnasen 4, Margrét Ýr Björnsdóttir 2.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Roberta Stropé 6, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Karlotta Óskarsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Tinna Soffía Traustadóttir 1.

Var­in skot: Cornelia Hermansson 19, Áslaug Ýr Bragadóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka