Skara mátti þola naumt tap á heimavelli gegn Önnered í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Þrátt fyrir það átti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir sinn besta leik hjá Skara til þessa, en hún skoraði sex mörk. Aldís Ásta Heimisdóttir gerði fimm.
Eftir gott gengi þar á undan hefur Skara nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki.