Kolstad er enn með fullt hús stiga eftir 15 leiki í norsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir tíu marka sigur á Runar á útivelli í dag, 36:26.
Íslensku landsliðsmennirnir í Kolstad voru áberandi því Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði átta mörk og Janus Daði Smárason fimm.
Óskar Ólafsson gerði þrjú mörk fyrir Drammen er liðið mátti þola tap á útivelli gegn Kristiansand, 35:40.
Hvorki Orri Freyr Þorkelsson né Hafþór Snær Vignisson komust á blað hjá sínum líðum. Liðsfélagar Orra í Elverum unnu Sandnes, 31:24, og liðsfélagar Hafþórs unnu Bækkelaget 29:28.