Óttast að heimsmeistarinn hafi meiðst illa

Magnus Saugstrup í leik með Danmörku gegn Spáni á HM …
Magnus Saugstrup í leik með Danmörku gegn Spáni á HM 2023 í síðasta mánuði. AFP/Liselotte Sabroe

Magnus Saugstrup, nýkrýndur heimsmeistari í handknattleik karla með Danmörku og línumaður hjá Þýskalandsmeisturum Magdeburgar, þurfti að fara af velli eftir að hafa meiðst á hné í æsilegum bikarsigri þýska liðsins í gær.

Magdeburg lagði Kiel, 35:34, eftir framlengdan leik, þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik.

Saugstrup, sem er einnig afar sterkur varnarmaður, virtist snúa upp á hægra hnéð í framlengingunni og var borinn af velli. Óttast forráðamenn Magdeburg hið versta; að meiðslin séu alvarleg og að hann verði því lengi frá.

Nýverið varð Magdeburg fyrir áfalli þegar Ómar Ingi Magnússon gekkst undir aðgerð á hásin og missir því að öllum líkindum af því sem eftir var af yfirstandandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert