Einn efnilegasti leikmaður heims 2019 í Njarðvík

Luqman Hakim er kominn til Njarðvíkur.
Luqman Hakim er kominn til Njarðvíkur. Ljósmynd/Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur gengið frá lánssamningi við hinn tvítuga Luqman Hakim. Hann kemur til félagsins frá K.V. Kortrijk í Belgíu.

Hakim, sem er landsliðsmaður Malasíu, var árið 2019 á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims. Síðan þá hefur hann hins vegar ekki náð að festa sig í sessi í Belgíu og er því kominn á Reykjanesið.

Framherjinn hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Malasíu, en hann var drjúgur með yngri landsliðum þjóðar sinnar. Skoraði hann t.d. níu mörk í tíu leikjum fyrir U19 ára landsliðið.

Njarðvík vann 2. deildina með sannfærandi hætti síðasta sumar og leikur því í 1. deildinni á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert