Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu í handbolta. Tekur hann við liðinu af Gunnari Gunnarssyni sem hætti með liðið á dögunum.
Þjálfarinn er 34 ára gamall og kemur til Gróttu frá HK, þar sem hann var aðstoðarþjálfari kvennaliðs HK.
Þar á undan var hann aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og aðalþjálfari kvennaliða Fjölnis og ÍR. Er hann þjálfari U17 ára landsliðs kvenna.
Grótta er í þriðja sæti 1. deildarinnar, Grill 66 deildarinnar, með 16 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu og ÍR sem eru í tveimur efstu sætunum.