Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik fyrir Kadetten þegar liðið heimsótti Montpellier í A-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í Frakklandi í kvöld.
Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Montpellier, 40:36, en Óðinn var markahæsti leikmaður svissneska liðsins með átta mörk úr 11 skotum.
Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, er með átta stig í þriðja sæti riðilsins, tveimur stigum minn en Göppingen sem er í öðru sætinu.
Þá töpuðu Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard með fimm marka mun gegn Sporting, 26:31, C-riðli keppninnar í Austurríki.
Alpla Hard er í neðsta sæti riðilsins með eitt stig, fimm stigum minna en Skjern, sem er í fjórða sætinu.