Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð fyrir sínu í marki Ringköbing þegar liðið tók á móti Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Leiknum lauk með sjö marka sigri Esbjerg, 35:28, en Elín Jóna varði alls 14 skot og var með 31% markvörslu.
Ringköbing er með níu stig í ellefta sæti deildarinnar, sex stigum frá sæti í úrslitakeppninni.