Aron og Þráinn sneru aftur eftir langa fjarveru

Aron Rafn Eðvarðsson í leiknum í kvöld með forláta hjálm …
Aron Rafn Eðvarðsson í leiknum í kvöld með forláta hjálm til að vernda höfuð sitt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlalið Hauka endurheimti í kvöld tvo reynslubolta sem hafa báðir glímt við langvarandi meiðsli.

Liðið gerði 33:33-jafntefli gegn Stjörnunni í Olísdeild karla á Ásvöllum í kvöld

Aron Rafn Eðvarðsson sneri aftur í mark Hauka eftir langt hlé í kjölfar þess að hafa glímt við alvarleg höfuðmeiðsli.

Meiðslin mátti rekja til þess að Aron Rafn hefur fengið boltann í höfuðið oftar en góðu hófi gegnir og oftast fengið heilahristing af þeim sökum.

Varði hann fimm skot í leiknum.

Línumaðurinn Þráinn Orri Jónsson sneri þá aftur eftir rúmlega árs fjarveru og skoraði eitt mark fyrir Hauka.

Hann hafði slitið krossband í hné í leik með íslenska landsliðinu á EM 2022, sem fór fram í janúarmánuði á síðasta ári.

Þráinn Orri Jónsson í harðri baráttu í leiknum í kvöld.
Þráinn Orri Jónsson í harðri baráttu í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert