Handknattleiksþjálfarinn Erlingur Richardsson hættir þjálfun karlaliðs ÍBV efir leiktíðina. Félagið greinir frá á Facebook.
Erlingur hefur þjálfað ÍBV frá árinu 2018 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2020. Hann framlengdi við félagið um tvö ár í ágúst í fyrra en nýtir sér uppsagnarákvæði í samningnum.
Hann þjálfaði landslið Hollands meðfram því að þjálfa ÍBV um tíma en hætti þar í júní í fyrra.