Sjö íslensk mörk í sterkum sigri

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á æfingu með íslenska landsliðinu síðastliðið haust.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á æfingu með íslenska landsliðinu síðastliðið haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir létu báðar vel að sér kveða þegar lið þeirra Skara hafði betur gegn Skövde, 25:22, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Jóhanna Margrét skoraði fimm mörk fyrir Skara og var næstmarkahæst í leiknum.

Aldís Ásta bætti við tveimur mörkum og gaf þrjár stoðsendingar að auki.

Um sterkan útisigur var að ræða fyrir Skara þar sem liðið er nú í sjöunda sæti með 18 stig en Skövde er í öðru sæti með 24 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert