Fullkomin nýting og markahæstur

Bjarki Már Elísson var markahæstur og með 100 prósent nýtingu.
Bjarki Már Elísson var markahæstur og með 100 prósent nýtingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veszprém vann þægilegan 41:20-útisigur á Balatonfüredi í ungversku 1. deildinni í handbolta í dag.

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson lék seinni hálfleikinn með Veszprém og nýtti mínúturnar vel. Íslenski hornamaðurinn var markahæstur í sínu liði með sex mörk, ásamt Andreas Nilson.

Eitt marka Bjarka kom af vítalínunni. Mínútunum er skipt vel á milli leikmanna hjá liðinu, sem leggur mikla áherslu á góðan árangur í Meistaradeild Evrópu.

Veszprém er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig eftir 14 leiki, fullt hús stiga, tveimur stigum á eftir Pick Szeged og með tvo leiki til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert