Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld og fögnuðu þau öll sigri.
Balingen hafði betur gegn Ludwigshafen á heimavelli í 2. deild karla, 34:27. Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Balingen. Liðið er í toppsætinu með 33 stig.
Fjórum stigum á eftir er N-Lübbecke í öðru sæti. Örn Vésteinsson Östenberg skoraði eitt mark fyrir liðið í 32:25-heimasigri á Hagen.
Þá skoraði Sandra Erlingsdóttir tvö mörk fyrir Metsingen í 42:28-útisigri á Bad Wildungen. Metzingen er í 5. sæti efstu deildar kvenna með 16 stig, tíu stigum á eftir Bietigheim.