Fresta hefur þurft tveimur leikjum í Olísdeildum karla og kvenna sem áttu að fara fram í Vestmannaeyjum á morgun vegna veðurs.
Annars vegar er um leik ÍBV og Selfoss í Olísdeild karla að ræða og hins vegar leik ÍBV og Stjörnunnar í Olísdeild kvenna.
ÍBV og Stjarnan verður leikinn á þriðjudaginn 14. febrúar klukkan 18 og leikur ÍBV og Selfoss miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 18.