Arnór vann Íslendingaslaginn

Arnór Þór Gunnarsson vann Íslendingaslaginn í dag.
Arnór Þór Gunnarsson vann Íslendingaslaginn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Þór Gunnarsson og liðsfélagar hans í Bergischer unnu eins marks heimasigur á Elvari Erni Jónssyni, Arnari Freyr Arnarssyni og liðsfélögum Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. 

Leiknum lauk 28:27 Bergischer í vil. Arnór skoraði eitt mark fyrir heimamenn en Elvar setti fimm og Arnar eitt fyrir Melsungen. Bergischer er í níunda sæti deildarinnar með 18 stig en Melsungen er í því sjöunda með 20. 

Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað í tveggja marka útisigri Flensburg á Stuttgart í dag. Flensburg er í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert