Þrír leikir eru fyrirhugaðir í dag í úrvalsdeild karla í handbolta. Á Ísafirði taka heimamenn í Herði á móti ÍR í uppgjöri tveggja neðstu liðanna.
Lið Harðar er í 12. og neðsta sætinu með aðeins eitt stig en ÍR er sæti fyrir ofan Ísfirðinga með fimm stig. Flautað verður til leiks fyrir vestan klukkan 14.
Á Seltjarnarnesi tekur Grótta á móti Aftureldingu. Grótta er í 9. sæti með 11 stig og Afturelding í 3.-5. sæti með 17 stig. Leikur Gróttu og Aftureldingar hefst klukkan 16.30.
Í Úlfarsárdal tekur Fram á móti FH. Framarar eru í 3.-5. sæti með 17 stig en FH í 2. sæti með 19 stig. Flautað verður til leiks i Úlfarsárdal klukkan 18.00.
Leik ÍBV og Selfoss, sem átti að vera í dag, hefur verið frestað. Ráðgert er að hann verði leikinn á miðvikudag.