Gísli dró vagninn í fjarveru Ómars

Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik Íslands og Svíþjóðar á HM.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik Íslands og Svíþjóðar á HM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik í sex marka útisigri Magdeburg á Lemgo, 34:28, í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. 

Gísli var markahæstur sem og stoðsendingahæstur í liði Magdeburg með átta mörk og fjórar stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon er sem kunnugt meiddur og lék því ekki með Magdeburg í dag. 

Magdeburg er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir 17 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert