Handknattleiksmaðurinn Dagur Arnarsson skrifaði undir nýjan samning við ÍBV sem gildir til næstu tveggja ára.
Dagur er 25 ára gamall leikstjórnandi sem hefur leikið með Eyjaliðinu allan sinn feril. Hann hefur verið lykilmaður í liði Eyjamanna undanfarin ár og síðastliðið vor spilaði hann til að mynda sinn 250. leik fyrir félagið.
„Við erum afar ánægð með að semja við Dag og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir ÍBV meðal annars í tilkynningu á heimasíðu félagsins.