Handknattleiksmaðurinn Jóhannes Berg Andrason slasaðist nokkuð illa þegar hann og liðsfélagi hans Jón Bjarni Ólafsson rákust saman er lið þeirra FH mætti Fram á útivelli í Olísdeildinni í gær.
Handbolti.is greinir frá að Jóhannes hafi verið fluttur á Landspítalann strax í kjölfar atviksins og kom í ljós í dag að leikmaðurinn hafi farið úr kjálkalið og hlotið heilahristing.
Jón Bjarni virðist hafa sloppið betur og er væntanlega ekki með heilahristing.