Öruggt hjá Val á Selfossi

Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði ellefu mörk.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði ellefu mörk. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur vann öruggan 33:19-útisigur á Selfossi í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld.

Valskonur voru með 15:10-forskot í hálfleik, bættu jafnt og þétt í forskotið og unnu að lokum gríðarlega sannfærandi sigur.

Með sigrinum fór Valur upp í 28 stig og er liðið með fjögurra stiga forskot á ÍBV, sem á leik til góða. Selfoss er í sjöunda sæti með sex stig, fjórum meira en botnlið HK.

Mörk Selfoss: Roberta Stropé 5, Tinna Soffía Traustadóttir 5, Katla María Magnúsdóttir 3, Anna Kristín Einarsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Karla Björg Ómarsdóttir 1.

Varin skot: Cornelia Hermansson 13.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 11, Thea Imani Sturludóttir 7, Mariam Eradze 4, Karlotta Óskarsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1.  

Varin Skot: Sara Sif Helgadóttir 10, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert