Fjalla ítarlega um feril Guðjóns Vals

Guðjón Valur Sigurðsson átti magnaðan feril.
Guðjón Valur Sigurðsson átti magnaðan feril. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimasíða evrópska handknattleikssambandsins fjallar í dag ítarlega um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar. Umfjöllunin byrjar á tíma Guðjóns sem ungur drengur á Seltjarnarnesi og til dagsins í dag, en hann þjálfar nú þýska liðið Gummersbach.

Guðjón var lengi einn fremsti handboltamaður heims og skoraði hann á sínum tíma 1.879 mörk í 365 landsleikjum fyrir Ísland, en hann er markahæsti landsliðsmaður heims í karlaflokki. Þá var hann í liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. Hann lék á 22 stórmótum fyrir Ísland.

Á meðan gerði Guðjón það afar gott með félagsliðum sínu, en hann lék sem atvinnumaður á árunum 2001 til 2020. Varð hann landsmeistari í Danmörku, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi og lék með stórliðum á borð við Kiel, Barcelona, Rhein-Neckar Löwen og París SG.

Umfjöllunina ítarlegu má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert