Getum komist í topp 32

Björgvin Páll Gústavsson í leik með Val.
Björgvin Páll Gústavsson í leik með Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur á fyrir höndum gífurlega mikilvægan leik í B-riðli Evrópudeildar karla í handknattleik í kvöld. Spænska liðið Benidorm kemur þá í heimsókn.

Fjögur lið fara áfram upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit keppninnar og er Valur sem stendur í fjórða sætinu með 5 stig eftir sjö leiki. Ferencváros er sæti neðar með jafn mörg stig og Benidorm rekur svo lestina með 4 stig.

Eins og sjá má er afar mjótt á munum í riðlinum og sigur í kvöld myndi koma ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Vals í góða stöðu, þremur stigum fyrir ofan Benidorm fyrir síðustu tvær umferðir B-riðilsins.

„Þetta er stór leikur. Við erum búnir að spila ansi marga úrslitaleiki þetta eina og hálfa ár sem ég hef verið hér. Þetta er enn einn slíkur. Þetta er mjög þýðingarmikill leikur fyrir félagið í heild og íslenskan handbolta líka.

Að komast nær markmiðinu og draumnum um að fara í 16-liða úrslit í keppninni, það er gæsahúðaraugnablik í því,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals í samtali við Morgunblaðið eftir blaðamannafund á Hlíðarenda í gær.

Hann er klár í slaginn þrátt fyrir að sauma hafi þurft nokkur spor á milli vísifingurs og löngutangar eftir að hafa fengið stærðarinnar skurð á dögunum.

Viðtalið við Björgvin Pál má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert