Svissneska liðið Kadetten hafði betur gegn Veszprémi KKFT frá Ungverjalandi í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 38:32, á heimavelli.
Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn og aftur stórleik fyrir Kadetten og skoraði tíu mörk. Hornamaðurinn hefur raðað inn mörkunum fyrir liðið undanfarnar vikur.
Kadetten er í þriðja sæti A-riðils með tíu stig og búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið.