ÍBV - Stjarnan, staðan er 30:24

Birna Berg Haraldsdóttir í háloftunum í kvöld.
Birna Berg Haraldsdóttir í háloftunum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann öruggan sex marka sigur á Stjörnunni, 30:24, er liðin mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld. Sigurganga ÍBV hérlendis heldur því áfram og hefur liðið nú unnið 13 leiki í röð. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í janúar og febrúar en ÍBV hefur unnið allar þrjá leikina.

Frá upphafi var ÍBV sterkara liðið en staðan í hálfleik var 14:11 eftir að yfirtala Stjörnunnar hafði verið alveg ömurleg. Stjörnukonur fengu mörg tækifæri á því að saxa á forskotið í yfirtölunni en þær flýttu sér oft of mikið.

Í upphafi síðari hálfleiks byrjaði Stjarnan aftur í yfirtölu en náði ekki að nýta sér það frekar en í fyrri hálfleiknum. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að taka leikhlé í stöðunni 18:13 en það leikhlé gerði í raun ekkert fyrir liðið þar sem hann þurfti aftur að taka leikhlé í stöðunni 24:14

Lokakaflinn var í raun bara formsatriði fyrir ÍBV til að klára leikinn en lokatölur, eins og áður segir, voru 30:24, sem var öruggur sigur ÍBV.

Helena Rut Örvarsdóttir var drifkrafturinn í Stjörnuliðinu en hún var virkilega óheppin með mörg sinna skota, þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem þau fóru flest í slá eða stangir marks ÍBV.

Með sigrinum saxar ÍBV á forskot Valskvenna á toppnum en munurinn er nú tvö stig og á ÍBV leik til góða, þá á ÍBV einnig heimaleik eftir gegn Valskonum, en það má leiða líkur að því að það verði úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.

ÍBV 30:24 Stjarnan opna loka
60. mín. Ingibjörg Olsen (ÍBV) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert