Stórskyttan borin af velli

Roberta Stropé í leik með Selfossi í síðustu viku.
Roberta Stropé í leik með Selfossi í síðustu viku. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Roberta Stropé, stórskyttan hjá nýliðum Selfoss í Olísdeild kvenna í handknattleik, var borin sárþjáð af velli þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir toppliði Vals í gærkvöldi.

Stropé, sem er rétthent skytta frá Litháen, hafði farið fyrir heimakonum í Selfossi í leiknum í gær en samkvæmt Handbolta.is meiddist hún illa strax í upphafi síðari hálfleiks.

Var hún borin sárkvalin af velli eftir að hafa að því er virtist lent illa í kjölfar þess að hafa hoppað upp og skotið að marki Vals.

Þá var staðan 17:13, Valskonum í vil, en lauk leiknum svo með 33:19-sigri gestanna.

Þrátt fyrir að spila aðeins rúman hálfleik var Stropé markahæst í liði Selfoss með fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert