Ferenvcáros frá Ungverjalandi og Ystad frá Svíþjóð skildu jöfn, 35:35, í B-riðli Vals í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld.
Úrslitin þýða að Ystad er enn í öðru sæti með ellefu stig en Ferencváros er komið upp fyrir Val og upp í fjórða sæti.
Valur getur endurheimt fjórða sætið með því að vinna Benidorm síðar í kvöld. Fjögur efstu liðin fara áfram í 16-liða úrslit.
Bence Nagy fór á kostum hjá Ferencváros og skoraði 14 mörk. Máté Lékai gerði sex. Anton Mansson og Linus Fernebrand skoruðu sex hvor fyrir Ystad.