Að skipta úr Selfossi í Hauka

Guðmundur Hólmar Helgason er að skipta úr Selfossi og í …
Guðmundur Hólmar Helgason er að skipta úr Selfossi og í Hauka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er nálægt því að ganga í raðir Hauka og mun hann leika með liðinu frá og með næstu leiktíð.

Vísir.is greinir frá að samningsviðræður Hauka og Guðmundar séu langt á veg komnar. Leikmaðurinn hefur leikið með Selfossi frá sumrinu 2020, en hann gerði þriggja ára samning við félagið á sínum tíma og verður því samningslaus eftir leiktíðina.

Guðmundur hefur átt gott tímabil með Selfossi og skorað 66 mörk í 14 leikjum í vetur. Hann skoraði 55 mörk í 17 leikjum á síðustu leiktíð og átti sinn þátt í að Selfoss fór alla leið í undanúrslit í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Leikmaðurinn er uppalinn hjá Akureyri, en hefur einnig leikið fyrir Val hér á landi. Þá lék hann um tíma sem atvinnumaður með Cesson Rennes í Frakklandi og West Wien í Austurríki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert