Átti stórleik á Akureyri

Ida Margarethe Hoberg Rasmussen skoraði sjö mörk fyrir Akureyringa.
Ida Margarethe Hoberg Rasmussen skoraði sjö mörk fyrir Akureyringa. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Nathália Baliana átti stórleik fyrir KA/Þór þegar liðið tók á móti Haukum í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í KA heimilinu á Akureyri í 16. umferð deildarinnar í dag.

Leiknum lauk með fjögurra marka sigri KA/Þórs, 32:28, en Baliana gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í leiknum.

Akureyringar voru með yfirhöndina strax frá fyrstu mínútu og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 19:16.

KA/Þór náði mest níu marka forskoti í síðari hálfleik, 28:19, og Haukum tókst aldrei að ógna forskoti Akureyringa af ráði.

Ida Margrethe Hoberg skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór en Ragnheiður Ragnarsdóttir var markahæst hjá Haukum með sjö mörk.

KA/Þór er með 12 stig í fimmta sæti deildarinnar en Haukar eru í því sjötta með tíu stig.

Mörk KA/Þórs: Nathália Baliana 9, Ida Margrethe Hoberg 7, Rut Jónsdóttir 5, Kristín A. Jóhannsdóttir 4, Júlía Björnsdóttir 3, Anna Þýrí Halldórsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2.

Varin skot: Matea Lonac 8, Sif Hallgrímsdóttir 1.

Mörk Hauka: Ragnheiður Ragnarsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Ena Car 5, Sara Odden 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Natasja Hammer 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert