Með fullt hús stiga eftir sextán umferðir

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason fóru báðir mikinn fyrir Kolstad þegar liðið tók á móti Sandnes í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með öruggum sigri Kolstad, 35:21, en Sigvaldi skoraði sex mörk og var markahæstur hjá Kolstad ásamt Adrian Aalberg. Janus skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu.

Kolstad er með 32 stig eða fullt hús stiga eftir sextán umferðir og hefur sex stiga forskot á Elverum sem er í öðru sætinu en Kolstad á leik til góða á Elverum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert