Skoraði fimm í Meistaradeildinni

Orri Freyr Þorkelsson var öflugur í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson var öflugur í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hafnfirðingurinn Orri Freyr Þorkelsson átti góðan leik fyrir Elverum þegar liðið tók á móti Nantes í Íslendingaslag í B-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Noregi í kvöld.

Leiknum lauk með sex marka sigri Nantes, 42:36, en Orri Freyr skoraði fimm mörk í leiknum og var næstmarkahæstur hjá Elverum.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði eitt skot í marki Nantes sem er með 14 stig í þriðja sæti riðilsins en Elverum er í áttunda og neðsta sætinu með tvö stig.

Þá skoraði Aron Pálmarsson tvö mörk fyrir Aalborg þegar liðið heimsótti Kielce í Póllandi en leiknum lauk með öruggum sigri Kielce, 33:28.

Aalborg er með níu stig í fimmta sæti riðilsins en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert