Tryggvi frá í nokkrar vikur

Tryggvi Garðar Jónsson í leik með Val gegn Haukum fyrr …
Tryggvi Garðar Jónsson í leik með Val gegn Haukum fyrr á tímabilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals í handknattleik, meiddist á fingri í leik liðsins gegn Flensburg í Evrópudeildinni í síðustu viku og verður af þeim sökum frá æfingum og keppni í nokkrar vikur.

Handbolti.is greinir frá því að sin hafi slitnað í baugfingri hægri handar Tryggva Garðars og að einnig hafi komið brot í fingurinn.

Af þeim sökum verði hann frá í að minnsta kosti þrjár vikur, en sá tími gæti orðið lengri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert