Orri Freyr Þorkelsson átti flottan leik fyrir norska liðið Elverum er það mátti þola 36:42-tap á heimavelli gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum í franska liðinu Nantes í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær.
Eitt mark Orra vakti sérstaklega athygli og var birt á samfélagsmiðlum evrópska handknattleikssambandsins. Orri fékk þá boltann óvænt í horninu og sleppti boltanum skemmtilega yfir höfuðið á Manuel Gaspar í marki Nantes.
Markið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.
🤯How? Just how, Orri Freyr Þorkelsson? @ElverumHandball / #ehfcl pic.twitter.com/LEGLvZYq6d
— EHF Champions League (@ehfcl) February 15, 2023