Kristján í leyfi vegna kulnunar

Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu á HM …
Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Svíþjóð í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður franska 1. deildar liðsins Aix, er kominn í leyfi frá handknattleik um óákveðinn tíma vegna kulnunar.

„Ég er búinn að vera [að] upplifa kulnun [í] starfi þannig að ég er búinn að vera [að] tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta.

Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall.

Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins,“ sagði Kristján Örn í samtali við Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert