Skara búið að greiða fyrir Aldísi

Aldís Ásta Heimisdóttir (t.h.) í leik með Skara.
Aldís Ásta Heimisdóttir (t.h.) í leik með Skara. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Sænska handknattleiksfélagið Skara hefur innt greiðslu af hendi til KA/Þórs vegna félagaskipta Aldísar Ástu Heimisdóttur til liðsins síðasta sumar.

Í síðustu viku greindi Akureyri.net frá því að sænska félagið hefði ekki enn greitt krónu fyrir Aldísi Ástu.

Miðillinn greinir hins vegar frá því í dag að Skara hafi greitt umsamda upphæð að fullu í gær og að málið sé þar með úr sögunni.

Eftir að ósætti forráðamanna KA/Þórs barst forráðamönnum Skara til eyrna bar talsmaður sænska félagsins því við að misskilningi eða tungumálaörðugleikum væri eflaust um að kenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert