Orri Freyr Þorkelsson átti næstbesta mark 12. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta, en hann skoraði afar laglegt mark fyrir norska liðið Elverum gegn Nantes frá Frakklandi á miðvikudaginn var.
Orri sleppti boltanum glæsilega í loftinu með þeim afleiðingum að hann datt yfir höfðið á Manuel Gaspar í marki Nantes og í netið.
Aðeins Vladan Lipovina skoraði betra mark í umferðinni að mati evrópska handknattleikssambandsins, en hann skoraði glæsilegt sirkusmark fyrir Magdeburg frá Þýskalandi gegn Veszprém frá Ungverjalandi.
Magdeburg fékk Lipovina til sín eftir að í ljós kom að Ómar Ingi Magnússon yrði ekki meira með á leiktíðinni vegna meiðsla.
Fimm bestu mörk 12. umferðarinnar má sjá hér fyrir neðan.
𝗧𝗢𝗣 𝟱 GOALS - 𝗥𝗢𝗨𝗡𝗗 12 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 #ehfcl 💥
— EHF Champions League (@ehfcl) February 17, 2023
5️⃣ Morten OLSEN | #GOG
4️⃣ Dean BOMBAC | @pickhandball
🥉 Szymon SICKO | @kielcehandball
🥈 Orry F ÞORKELSSON | @ElverumHandball
🥇 Vladan LIPOVINA | @SCMagdeburg
Which player did you like the most? 🤯 pic.twitter.com/UgqOaS7RIn