Mark Orra það næstbesta (myndskeið)

Orri Freyr Þorkelsson skoraði glæsilegt mark gegn Nantes.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði glæsilegt mark gegn Nantes. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Orri Freyr Þorkelsson átti næstbesta mark 12. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta, en hann skoraði afar laglegt mark fyrir norska liðið Elverum gegn Nantes frá Frakklandi á miðvikudaginn var.

Orri sleppti boltanum glæsilega í loftinu með þeim afleiðingum að hann datt yfir höfðið á Manuel Gaspar í marki Nantes og í netið.

Aðeins Vladan Lipovina skoraði betra mark í umferðinni að mati evrópska handknattleikssambandsins, en hann skoraði glæsilegt sirkusmark fyrir Magdeburg frá Þýskalandi gegn Veszprém frá Ungverjalandi.

Magdeburg fékk Lipovina til sín eftir að í ljós kom að Ómar Ingi Magnússon yrði ekki meira með á leiktíðinni vegna meiðsla.  

Fimm bestu mörk 12. umferðarinnar má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert