Næstbesta markið kom á Hlíðarenda (myndskeið)

Magnús Óli Magnússon skoraði fallegt mark gegn Benidorm.
Magnús Óli Magnússon skoraði fallegt mark gegn Benidorm. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, skoraði næstfallegasta mark 8. umferðar Evrópudeildarinnar í handbolta.

Skyttan gerði glæsilegt mark í sigri Íslands- og bikarmeistaranna á Benidorm frá Spáni er hann lyfti boltanum skemmtilega yfir markvörð spænska liðsins.

Var markið hans í öðru sæti listans yfir fallegustu mörk umferðarinnar sem keppnin birti á Twitter-síðu sinni.

Mörkin má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert