Stjarnan í undanúrslit eftir dramatískan sigur á Val

Benedikt Gunnar Óskarsson sækir að marki Stjörnunnar í kvöld.
Benedikt Gunnar Óskarsson sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með dramatískum 30:29-heimasigri á bikarmeisturum síðustu tveggja ára í Val.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Valsmenn voru með fimm marka forskot snemma í seinni hálfleik, en Stjörnumenn neituðu að gefast upp.

Sigurður Dan Óskarsson átti glæsilega innkomu inn í mark Stjörnunnar og með hann í stuði tókst heimamönnum að minnka muninn, jafna og svo komast yfir í fyrsta skipti í blálokin, sem dugði til sigurs.

Ásamt Stjörnunni verða Fram, Haukar og Afturelding í undanúrslitum. 

Mörk Stjörnunnar: Þórður Tandri Ágústsson 6, Pétur Árni Hauksson 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Gunnar Steinn Jónsson 4, Hergeir Grímsson 3, Starri Friðriksson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Tandri Már Konráðsson 1.

Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 8, Adam Thorstensen 3, Arnór Freyr Stefánsson 2.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Stiven Tobar Valencia 5, Magnús Óli Magnússon 5, Tjörvi Týr Gíslason 3, Bergur Elí Rúnarsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 2, Arnór Snær Óskarsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Aron Dagur Pálsson 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert