Hann fylgir mér alltaf

Aron Rafn Eðvarðsson með hjálminn mikilvæga sem hann notar ávallt …
Aron Rafn Eðvarðsson með hjálminn mikilvæga sem hann notar ávallt á æfingum og í leikjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sneri aftur í mark Hauka í næstsíðustu viku eftir að hafa verið frá vegna alvarlegra höfuðmeiðsla um ellefu mánaða skeið.

Hann varði þá fimm skot í jafntefli gegn Stjörnunni í úrvalsdeildinni, 33:33, og kvaðst ánægður með að vera mættur aftur á keppnisvöllinn.

„Tilfinningin er bara fín. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur. Horfurnar voru kannski aðeins minni þarna til að byrja með en ég er ánægður með að þetta hafi allt gengið upp og að ég sé kominn inn á völlinn með þennan svakalega fallega hjálm,“ sagði Aron Rafn í samtali við Morgunblaðið.

Eftir að hafa fengið skot í höfuðið í mars síðastliðnum var hann verulega þjakaður fyrstu mánuðina á eftir.

„Ég held að það hafi verið fyrstu tveir eða þrír mánuðirnir þar sem ég var nánast bara rúmliggjandi. Það var allavega ekki mikið gert."

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert